Gjaldskrá

Gjaldskrá - gildir frá 1. mars 2022

Almennt

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um þjónustu og gildir nema að um annað hafi verið samið. Söluþóknun er umsemjanleg og byggir á mati á markaðssvæði, seljanleika og nánara samkomulagi.

Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram.

Sala fasteigna

Einkasala: 1,5 - 1,7% af söluverði í einkasölu auk virðisaukaskatts og gagnaöflunargjalds kr. 64.480 m/vsk.

Almenn sala: 2% af söluverði auk virðisaukaskatts og gagnaöflunargjalds kr. 64.480 m/vsk.

Sala atvinnuhúsnæðis: 2% af söluverði auk virðisaukaskatts og gagnaöflunargjalds kr. 64.480 m/vsk.

Lágmarks söluverð er kr. 350.000 m/vsk auk gagnaöflunargjalds kr. 64.480 m/vsk.

Skjalafrágangur og aðstoð við sölu og kaup fasteigna kr. 223.200 m/vsk.

Leiga fasteigna

Þóknun fyrir að annast milligöngu um gerð leigusamninga nemur sem svarar eins mánaðar leigufjárhæðar auk vsk.

Þóknun fyrir endurnýjun á leigusamningi er kr. 49.600 m/vsk.

Verðmat fasteigna

Skriflegt verðmat á íbúðarhúsnæði er kr. 24.800 m/vsk.

Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði er kr. 43.400 m/vsk.

Kaupendaþóknun

Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald (umsýslugjald) kr. 64.480 m/vsk fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.

Sérstök verkefni

Tímagjald vegna sérstakra verkefna er kr. 18.600 m/vsk.