Stefna og gildi

Í viðskiptum er mikilvægt að hafa skýra stefnu og markmið. Domuseignir fasteignasala hefur lagt umtalsverða vinnu í að mynda stefnu þar sem skilgreint er hvað fyrirtækið á að standa fyrir og hvaða virði við veitum viðskiptavinum okkar. Kjarna stefnu okkar má taka saman í eftirfarandi málsgrein:

Domuseignir er hágæða fasteignasala sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustugæði við viðskiptavini sem eru að kaupa eða selja fasteign. Domuseignir býður þjónustu sem auðveldar líf viðskiptavina og að þjónustuupplifunin í heild fari fram úr væntingum.

Vegna þessarar skýru stefnu vita viðskiptavinir okkar hvers þeir mega vænta þegar þeir eiga viðskipti við okkur. Jafnframt leggur stefnan línurnar fyrir starfsmenn okkar; þeir vita til hvers er ætlast af þeim við framleiðslu þjónustunnar og samskipti við viðskiptavini. Til að hnykkja enn frekar á stefnu okkar höfum við sett okkur fjögur gildi sem við tökum mið af í öllu okkar starfi:

Umhyggja: Við sýnum fyrirhyggju og þjónustulund og sýnum viðskiptavinum umhyggju í öllu ferlinu.

Skýrleiki: Einföld og skýr framsetning á öllu efni og aðgerðum er mikilvægi, fasteignaviðskipti á mannamáli.

Fagmennska: Hæft og vel þjálfað starfsfólk leggur grunninn að því að fagmennsku sé gætt í hvívetna.